7.5.2007 | 23:06
Sorglega latur bloggari!!
Jæja nú er kallinn sestur aftur við tölvuna að hamra lyklaborðið í gríð og erg. Hef ekki verið neitt sérlega upprifinn við tölvuna en þetta er allt að koma. Maður hefur heldur ekki tíma til að blogga maður verður víst að fylgjast með pólitíkini Glatað dæmi þetta rugl og allir lofa þeir meira en þeir geta staðið við. Væri nú samt alveg til í að vera með laun þessa fólks, þá getur maður sagt ósatt nú eða farið í kringum hlutina. Það er nú annað en við þessir almennu borgarar, best að vera þingmaður nú eða bankamógúll já og stórkaupmaður þá eru þetta allt minni háttar skandalar. Þeir minna mig stundum á lítið barn sem tekur snuðið af öðru barni við vitum öll hvað gerist þá! En nóg af þessu rugli, fengum kærkomna heimsók á Sunnudaginn takk takk Ómar og Kristín og Þórdís skvísa fyrir innlitið. Alltaf gaman að sjá ykkur og sjá litla snillan í fjölsk.
Með bestu kveðjur úr Mosó.
15.4.2007 | 23:27
Svaf í sófanum!!!
Eins og fyrirsögnin hér að ofan bendir til gætu sumir haldið eitt og annað en lesið þá bara áfram. Minn skellti sér neflilega á pílumót á föstudagskvöldið nánar á lokamót á þessum vetri (lokahóf), ekki var árangurinn sem bestur nema bjórinn rann ljúflega í minn maga og hélt áfram að renna eftir mót. Þetta þætti ekki frásögu færandi nema að loknum mörgum bjórum á nokkrum pöbbum skreið kallinn heim. Þegar heim var komið svona á milli tannhirðu og svefns ákvað Siggi Sölva ofurölva að kíkja í sófan og horfa á sjónvarp!! Ekki gáfulegt, get ómögulega munað hvað verið var að sýna. Nú fyrir þá sem þekkja aðra heimilismeðlimi getið þið ímyndað ykkur grínið og þarna lá ég nær allan Laugardaginn og vorkenndi sjálfum mér En hef þó einns og alltaf í gamla daga lofað mér því að gera þetta aldrei aftur .
Með bestu kveðju frá okkur öllum.......
9.4.2007 | 17:32
Páskar
Jæja gott fólk,nú er fríið búið og rútínan að byrja aftur, vinna éta skíta sofa, sem er ágætt, maður er að verða svona rass-síður á sófa ísetu. En páskarnir liðu þannig að ég gerði ekkert bara ekkert, sem er ágætt þegar maður er í fríi... Nei annars ég ryksugaði og skúraði og þá er það upptalið. Heimsborgararnir Ómar og Kristín komu við í gær og svei mér þá ef ég greindi ekki bara frenskan hreim,gott hjá þeim að skella sér útog en betra að koma við því það er alltaf gaman að sjá þau!! Ég heyrði líka í pabba í gær gaman að spjalla við hann!!!Minns var að koma inn mað hundinn og viti menn það rignir hérna,hver hefði trúað því Hér eru annars allir hressir og kátir.
Með bestu kveðju úr Moso
2.4.2007 | 22:42
Latur
Nú er kallinn búinn að vera svo latur undanfarið að hann er orðinn þreyttur á letinni,svo nú er nóg komið!! Var að horfa á sorglegan körfuboltaleik þar sem mitt lið tapaði þannig að ég er hættur að horfa á þessa ömurlegu íþrótt. En gleði tíðindin eru að Arsenal tapaði um helgina. ANITA frænka ha ha. Kallinn er líka orðinn þreyttur á öllu stressinu hérna en ég sannfæri sjálfan mig um að þetta sé árstímin. Allt blautt og drulla um allt og maður sekkur í skít,samt ekki skít Fyndnir þessir broskallar eða bros-skallarenginn með hár!!!En svona smá fréttir í lokin, allir hressir og kátir,
með bestu kveðju Balkan og co
ps: Hafið þið heyrt talað um gestabók ? HA ? Bara að tékka sko því það má kvitta í mína
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 21:44
Væri ekki gaman ef ...
- Maður væri sex tíma á dag í vinnuni?
- Maður hefði laun bankastjóra?
- Maður væri stór og sterkur?
- Maður ætti Mini One?
- Maður ætti sumarhús á spáni?
- Maður ætti fótboltalið? Nei þetta gengur ekki upp því maður á bankastjóralaunum og vinnur bara sex tíma a´dag..rekinn!!stór og sterkur kemst ekki inní Mini!!!Og það dettur engum í hug sem á sumarhúsá spáni ad kaupa fótboltalið????
24.3.2007 | 22:39
Gæti verið meira fjör
23.3.2007 | 20:13
Fyrsta færslan hjá sveitavargnum
23.3.2007 | 19:22
Fyrsta bloggfærsla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar